top of page

fös., 03. nóv.

|

Reykjavík

Í Dýptina með Vetrinum

Veturinn er tíminn til að varðveita orku, hvíla og finna ró. Á þessu 4 skipta námskeiði einblínum við á að róa taugakerfið, kafa inná við, sleppa okkur inn í dýptina og finna þar styrk okkar og tilgang.

Registration is closed
See other events
Í Dýptina með Vetrinum
Í Dýptina með Vetrinum

Time & Location

03. nóv. 2023, 14:00 – 24. nóv. 2023, 15:30

Reykjavík, Bolholt 4, 105 Reykjavík, Iceland

About the Event

3-24 Nóvember

Föstudagar kl 14:00-15:30 

Verið velkomin í 4 skipta námskeið þar sem við köfum djúpt í orku veturs.

Veturinn er tíminn til að varðveita orku, hvíla og finna ró. Í okkar samfélagi er algengt að halda hröðum takti allt árið um kring en það stangast á við orku vetrartíðar samkvæmt austurlenskum læknisfræðum (TCM) og þurfum við að vera sérstaklega meðvituð um að eyða ekki umfram orku okkar á þessum tíma árs. Með því að fylgja rólegum takti vetrarins þá fáum við tækifæri til að kafa í dýpið og finna þar okkar viljastyrk og tilgang.

Námskeiðið inniheldur:

  • Qigong hreyfandi hugleiðslu sérsniðna að vetrartíð
  • Öndunaræfingar
  • Te með jurtum vetrartíðar samkvæmt TCM
  • Nærandi tónheilun með kristalskálum
  • Leidd hugleiðsla inn að kjarna
  • Þrýstipunkta
  • Stuttar æfingar til að ná skjótri ró

Við einblínum á að róa taugakerfið, kafa inná við, sleppa okkur inn í dýptina og finna þar styrk og tilgang. Tímarnir verða byggðir upp með svipuðum hætti en hver og einn með sína sérstöðu.

Allir tímar innihalda Qigong og tónheilun svo verður meðal annars fræðsla um vats elementið, leidd hugleiðsla til að ná djúpt inn í kjarna okkar, öndunaræfingar, stuttar æfingar til að grípa í á milli stunda þegar þörf er á og þrýstipunktar sem hægt er að nýta sér til góðs.

Það sem þú munt fá út úr námskeiðinu:

  • Lærir leiðir samkvæmt TCM til að ná innri ró
  • Færð rými til að kafa eins djúpt og þú kýst inn að eigin kjarna
  • Leiðir til að finna þinn viljastyrk og tilgang
  • Skilning á vatns elementinu sem tengist vetrinum samkvæmt TCM
  • Aðferðir til að nýta heimavið eftir námskeiðið
    • Þrýstipunktar fyrir þig
    • Æfingar til áframhaldandi iðkunar
    • Stuttar æfingar til að ná skjótri ró

Qigong:

Qigong er fornt austurlenst heilsukerfi sem snýr að sjálfsheilun á mildan máta. Gerðar eru hægar hreyfingar í takt við öndun sem er endurtekið nokkrum sinnum, en þannig nær líkaminn að fara í hreyfandi hugleiðsluástand. Qigong opnar fyrir orkuflæði og losar óþarfa stífleika og orkustíflur sem geta meðal annars komið fram sem verkir, ofnæmi, orkuleysi, depurð, svefnleysi, einmannaleika o.s.frv. Hver og ein hreyfing er með einstaka virkni sem stuðlar að betri heilsu, eykur orku og tengingu við eigin líkama, huga og sál.

Um Aldísi:

Aldís er nálastungufræðingur (BSc) frá Kingston University London og College of Integrated Chinese Medicine, Qigong kennari og yoga kennari.

Eftir að hafa unnið sem nálastungufræðingur í Bretlandi og á Íslandi og séð skýrt hvað stress og kulnun jókst á þeim árum sem hún hefur verið við vinnu tók við hjá henni að öðlast kennsluréttindi í qigong og yoga. Einnig hefur hún bætt við sig námi í gongspilun, tónskálum, kennararéttindum í meðgönguyoga og doulu námi á síðustu árum.

Nánar um Aldísi: aldisqiflow.com

Námskeiðið er hannað fyrir byrjendur en jafnframt fyrir þau sem hafa reynslu í austurlenskum/kínverskum fræðum. Engin fyrrum reynsla í qigong er nauðsynleg. Gott er að koma í þægilegum fötum.

Kennt er á Föstudögum kl 14:00-15:30

Verð: Snemmskráning til 20. okt 24.900 // fullt verð 29.900.

Innifalið í verði er aðgangur að öllum opnum tímum Móa á meðan á námskeiði stendur.

20% afsláttur fyrir áskriftahafa // 15% afsláttur fyrir fólk með örorku, námsmenn & heldra fólk. Hafðu samband við moar@moarstudio.is

Share

bottom of page